Sagan í augnablikinu

Fyrir mér snúast ljósmyndir um að grípa augnablik sem segja sögu. Ég sérhæfi mig í fjölskyldumyndatökum, bæði kyrrmyndum sem og myndböndum, hvort sem það er úti við eða heima hjá ykkur, þar sem allir geta slakað á og verið þeir sjálfir. Myndefni sem eru bæði fallegt og ósvikið.

Fjölskyldumyndbönd

Fjölskyldumyndband er einstök leið til að varðveita augnablikið og tilfinninguna sem fylgir því að vera saman.

Hvort sem það eru fyrstu dagar nýfædds barns, börnin hjá ömmu og afa eða rólegur sunnudagsmorgunn heima, þá verða þessar upptökur að minningum sem lifa milli kynslóða.

Ég sé um að fanga augnablikið svo þú getir lagt símann frá þér og verið með.

 

Fjölskyldumyndataka

Hér eru í boði 3 pakkar á mismunandi verði. Það er líka hægt að hafa samband við mig og fá tilboð ef óskað er eftir öðruvísi myndatöku, hvort sem það er ný prófil mynd eða starfsmannamyndir,


Stutti


Hentar fyrir: börn, ungabörn, systkini eða hraða fjölskyldumyndatöku.
Lengd: 25–30 mínútur

  • Inni- eða útitaka
  • 10 unnar stafrænar myndir

  • Létt leiðsögn um stellingar og stemningu

  • Afhending mynda á lokuðu vefgalleríi, bæði unnar og þær sem komu best út
  • Hægt að bæta við myndum (2.000 kr. hver)

  • Prentun er valkvæð - sjá verðskrá

Tilvalið fyrir þá sem vilja fá fallegar myndir á einfaldan og fljótlegan hátt.

29.990

Fast verð með eftirvinnslu

Prentun á myndum sjá verðskrá

Klassíski


Hentar fyrir: fjölskyldur, börn, verðandi foreldra eða afmælis-/tilefnamyndir.
Lengd: 60 mínútur

  • Inni- eða útitaka
  • 14 til 18 unnar stafrænar myndir

  • Létt leiðsögn um stellingar og stemningu
  • Afhending mynda á lokuðu vefgalleríi, bæði unnar og þær sem komu best út
  • Hægt að bæta við myndum (2.000 kr. hver)

  • Prentun er valkvæð - sjá verðskrá

Mest seldi pakkinn— fullkominn balans á milli tíma, fjölda mynda og verðs.

44.900

Fast verð með eftirvinnslu

Prentun á myndum sjá verðskrá

Stóri


Hentar fyrir: fjölskyldur sem vilja margbreytilegar myndir, bæði inni/úti og fataskipti
Lengd: 60 - 120 mínútur

  • Inni- eða útitaka
  • 20 unnar stafrænar myndir

  • Létt leiðsögn um stellingar og stemningu
  • Afhending mynda á lokuðu vefgalleríi, bæði unnar og þær sem komu best út
  • 1 prentuð mynd 20x30 cm

  • Hægt að bæta við myndum (2.000 kr. hver)

  • Prentun er valkvæðsjá verðskrá

Tilvalið fyrir þá sem vilja fá úrval ólíkra mynda og mismunandi útlits.

69.900

Fast verð með eftirvinnslu

Prentun á myndum sjá verðskrá

Svona er ferlið

 

  • Þú velur myndatökupakka og við finnum saman tíma og staðsetningu.

  • Myndatakan fer fram – slök og skemmtileg upplifun.

  • Ég vel bestu myndirnar og sendi þér hlekk þar sem þú velur þær myndir sem þú vilt láta vinna.

  • Ég vinn myndirnar (2–4 dagar) og sendi þær í fullum gæðum.

  • Ef óskað er eftir prentun:

    • Ég sé um umsýslu og pöntun

    • Prentunin tekur 3–5 daga

    • Myndir eru afhentar tilbúnar – jafnvel heim að dyrum á höfuðborgarsvæðinu.

 

 

Gott að hafa í huga fyrir myndatöku

 

  • Klæðnaður: Veljið einn lit eða einn samræmdan litatón fyrir alla – það skilar rólegri og fallegri heild.

  • Börn: Gott að hafa nesti og vatn til að halda orkunni góðri.

  • Útimyndataka: Hafið mjög hlý aukaföt, sérstaklega fyrir börnin.

  • Þægindi: Veljið föt sem eru þægileg og leyfa náttúrulegar hreyfingar.

  • Forðist að skipta um föt á staðnum nema nauðsynlegt sé
  • Slakið á — engin þörf á fullkomnun. Bestu myndirnar fást þegar allir eru afslappaðir og sjálfum sér.